Skíðasvæðin

Upplýsingar úr Bláfjöllum

Mánudagur 30. mars kl.06:30   

Opið í dag frá kl. 11-21.  Hér er núna N 5m/sek -10° og heiðskýrt. Mjög fallegt veður.

Aukarúta fer kl. 11 í dag frá Olís Mjódd og ca. 10 mín seinna frá Olís Norðlingaholti. og í bæinn kl. 15

Um helgina og mánudag verður hér Unglingameistaramót Íslands og verður því Kóngsgilið og æfingabakkinn lokað fyrir almenning til kl. 16. (brekkurnar sitthvoru megin við gömlu stólalyftuna) Norðurleiðin eða leiðin sem fólk þekkir sem "Öxlin" er opin.  Æfingabakkinn er rétt vinstra megin við Drottninguna, á milli Norðurleiðar og Drottningar.

Göngubraut verður lögð.

Skíða og brettaleiga er á staðnum.

Veitingasalan er á sínum stað.

Rútuferðir skv. áætlun.

Skíða og brettaskólinn verður um helgina og fer skráning í hann fram á netinu. Nánari upplýsingar á heimasíðunni.

 

Opnunartímar í Bláfjöllum í dymbilviku og um páska:

Mánudag-miðvikudags      Opið kl. 11-21
Skírdag - 2. dags páska      Opið kl. 10-17

Aukarúta verður á mánudag til miðvikudags.  Frá Olís Mjódd kl 11 og úr fjallinu kl. 15.  Kemur alltaf við á Olís Norðlingaholti á leið uppí fjall.

 

Við viljum ítreka að dagskorta- og klukkustundakortasala fer fram á tveimur N1 stöðvum. Annarsvegar við Lækjargötu Hafnarfirði og í Ártúnsbrekku á leiðinni upp eftir.  Dagskorta og klukkustundarkort eru einnig til sölu í skálum skíðadeilda á svæðinu, um helgar.

Upplýsingar úr Skálafelli

 
Opnunartími um hátíðarnar í Skálafelli:
 
Skálafell verður opið alla páskana, þ.e. frá skírdegi (fimmtudag) til annars páskadags (mánudag) frá kl 10-17
Verið velkomin í Skálafell

Athugið að miðasala og skíða / brettaleiga hafa nú fengið nýtt heimili í gámahúsi við bílaplanið.   
Veitingasala er eftir sem áður í aðalskála.
Einnig er miðasala á N1 Ártúnshöfða og Lækjargötuí Hafnarfirði

Rúta fer frá Olís í Mjódd kl 12:40 og stoppar við Snæland í Mosó, fer þaðan kl. 13:00

 

 

 
Upplýsingasími 530 3000
 
Skálafell, sími 566 7095

 


Vefmyndavél í Bláfjöllum

Vefmyndavél í Bláfjöllum
Uppfærist á 10 mínútna fresti

Vefmyndavél í Skálafelli

Vefmyndavél í Skálafelli
 

  

Heimatorfa

Kóngurinn, 4 sæta lyftan
Opin
Drottningin, 2 sæta lyftan
Opin
Amma mús
Opin
Hérastubbur
Opin
Lilli klifurmús
Opin
Patti broddgöltur
Opin
Kárafold (hringekja)
Lokuð
Töfrateppi
Opin

Suðursvæði

Gosinn
Lokuð
Jón Oddur
Opin
Jón Bjarni
Opin
Amma Dreki
Lokuð
Mikki refur
Opin
Kormákur afi
Opin

Gönguleiðir

Fimman (5 km)
Opin
Heiðin há (10 km)
Lokuð
Grindaskörð (13 km)
Lokuð
Strompahringur (5 km)
Lokuð

Veðurupplýsingar

Heiðskírt

Veður í Bláfjöllum

Vindur:
N  7
Hitastig:
-9,0
Síðast uppfært: 30.03.2015 9:38        Sjá nánar á Bláfjöll

Lyftur

Stólalyfta
Opin
Byrjendalyfta
Opin
I diskalyfta
Opin
II diskalyfta
Opin

Gönguleiðir

Gönguleið I (5 km)
Opin
Gönguleið II (10 km)
Lokuð
Athugið að veðurupplýsingar hér eru frá sjálfvirkri veðurstöð á toppi Skálafells og gefa ekki alltaf rétta mynd af veðrinu í skíðabrekkunum. Nánari veðurupplýsingar koma fram á sérsíðu Skálafells
Lokuð

Veðurupplýsingar

Þoka

Veður í Skálafelli

Vindur:
 
Hitastig:
Síðast uppfært: 30.03.2015 9:38        Sjá nánar á SkálafellBreyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit

English