Bláfjöll – upplýsingar
10/1 2026 kl. 15:28
Opið á byrjendasvæðinu í dag, frá kl.10:30-17
Opnar verða Amma mús, Hérastubbur, Töfrateppi, Patti broddgöltur og hringekjan(sjá kort)
Lítill skíðagönguhringur er inni í Kóngsgili.
Hér er gullfallegt veður -9° og 3-5m/sek.
Veitingasalan og skíðaleigan verða opin.
Engin rúta verður um helgina.
Allir þurfa aðgangskort í byrjendalyftur. 5 ára og yngri greiða ekki fyrir aðganginn en þurfa samt hart kort með áfyllingu. Það verður hægt að græja slíkt í skálanum. Allir aðrir þurfa að greiða. Börn 6-17 ára greiða 1.420 kr fyrir dagskort og minna fyrir klukkustundarkortin en fullorðnir greiða 1.830 kr fyrir dagskort í byrjendalyftur (ekki val á klst kortum). Vetrarkort gilda auðvitað í byrjendalyftur líka.
Vonandi tekst okkur svo að opna stólalyftur í næstu viku.
